SKRAPP Í SMÁSTUND…

…KEM EKKI AFTUR

24. vika maí 10, 2006

Filed under: afmæli,ólétta,ferðalög,helgar — aslapals @ 8:34 e.h.

ok núna er þetta farinn að verða  svona hálfsmánaðarlegt blogg.. sem er ekkert verra en hvað annað býst ég við.  allavega núna eru komnar 24 vikur, það þýðir að það eru 16 eftir, eða 4 mánuðir.  þetta hefur ljósmóðir.is um málið að segja á þessu stigi málisins:

Hægðatregða er einn meðgöngukvillunum sem gæti byrjað að gera vart við sig.  Breytingar á blóðrásarkerfi geta valdið því að blóðþrýstingurinn lækkar á þessu tímabili og því gætir þú fundið fyrir svima.  Þetta getur einnig gerst þegar þú liggur á bakinu vegna þess að legið sem alltaf verður þyngra og þyngra þrýstir þá á stóru bláæðina í kviðarholinu sem flytur blóð til hjartans frá neðri hluta líkamans.  Ef þú finnur fyrir svima þegar þú liggur á bakinu, skaltu snúa þér á aðra hvora hliðina.  Efri brún legsins er nú á móts við naflann. Þegar þú þreifar á barninu geturðu fundið fyrir hinum ýmsu líkamshlutum.

Nú eru skilningarvit barnsins að vakna til lífssins. Eftir að það er fætt gæti það munað eftir lögunum sem þú ert að syngja fyrir það núna. Einhvern daginn þegar þú ert alveg vitlaus í skapinu er barnið þitt sama sinnis og sparkar allt hvað af tekur. Það er mögulegt að börn sem fæðast við 24 vikna meðgöngu geti lifað af fái þau notið umönnunar á nýburagjörgæslu en það er þó alls ekkert öruggt í þeim efnum.  Stærsta vandamálið er að lungun eru ekki nógu þroskuð og þess vegna þarf fyrirburinn aðstoð við öndun.  Barnið er ennþá mjög grannt en fer að bæta á sig úr þessu.  Það vegur nú um  630 grömm og lengd frá höfði að rófubeini er um 21 sm.

 Núna er farið að sjást mun meira á mér og bumban er aðeins að byrja að síga í, sérstaklega þegar ég er búin að standa lengi , það endaði með því að ég hringdi í ljósuna mína á milli skoðanna og spurði hana út í verkina, hún kannaðist við þetta allt saman og mælti með því að ég keypti mér belti sem styður við bumbuna svo núna geng ég um rosalega smart en ægilega ánægð með mig og mitt  belti. ( það er innanklæða ef einhver var að velta því fyrir sér 🙂 ).  þreytan er alltaf söm við sig og lýtur ekki út fyrir að ætla að minka neitt á næstunni… en það er svosem alveg hægt að lifa með því.

síðan síðast er ýmislegt búið að vera um að vera á litla heimilinu í hafnarfirðinum. húsmóðirin gerði heiðarlega tilraun til að drepa sig um þarsíðustu helgi. það var nenilega sýningin hans pabba í gangi þá helgina og þið vitið nú hversu auðvelt ég á með að sitja kyrr og horfa á þegar aðrir eru í brjálaðri aksjón…. sem semsagt það var unnið í 12 tíma á sólarhring  fyrir utan skóla og vinnuna á leikskólanum.  en það var samt mjög skemmtilegt allt saman.

síðasta helgi var ekki sú léttasta sem ég hef lifað heldur. Reyndar var ég bara heima að tjilla á föstudaginn en Fjalar skellti sér út á lífið, ég fór samt seint að sofa og svaf illa þangað til hann kom heim ( sem var seint). Svo hélt Auður konan hans pabba upp á afmælið sitt með pompi og prakt. það var svaka partý en þar sem við vorum þunnur og ólétt ( getiði hvor var hvor) þá fórum við heim á frekar sómasamlegum tíma. Á sunnudaginn var svo ekkert gefið eftir, en þá laggði ég land undir fót til að þess að vera viðstödd stórviðburð í Víkinni, nebbla Raularann margfræga, fyrir þá sem ekki vita hvað það er: there are no words, svo ég ætla ekkert að vera að fara nánar út í það núna.

þessi helgi var svo frekar fjörleg líka. saumaklúbbur hjá mér á föstudaginn, opið hús í vinnunni og óvissuferð á eftir á laugardaginn, kjaftablaðaur hjá pabba og Auði fram eftir öllu á sunnudaginn. Fjalar fór nebbla með pabba sínum til Manchester á ótbolta leik svo við lilli vorum bara ein hiema. bara ef einhver er að vellta því fyrir sér þá er ég ekkert að tala af mér hérna, ég veit ekki ennþá hvors kyns það er en við ákváðum bara að kalla það lilla þangað til annað kemur í ljós.

já semsagt Sundurlausasti pistill allra tíma… ta ta!! það styttist í flutninga svo það verður nóg að gera á heimilinu á næstunni, og lilli verður eflaust í svaka stuði 🙂

jæja ég lofa að láta ekki líða svona langt á milli næst, svo þetta verði ekki svona langt

 

22.vika apríl 20, 2006

Filed under: afmæli,ólétta,ferðalög,helgar — aslapals @ 11:23 f.h.

samkvæmt síðustu talningu eru liðnar 22 vikur af meðgöngunni í dag, það þýðir að það eru 18 eftir… þetta segir ljósmóðir .is:

Þú gætir fundið fyrir einhverjum meðgöngukvillum s.s. bakverkjum, sinadrætti, æðahnútum, fjörlegum draumum eða verið með þrota í tannholdinu. Mesta þyngdaraukningin verður á öðrum þriðjungi meðgöngunnar.  Fóstrið vegur nú tiltölulega lítið í samanburði við annað sem er nauðsynlegt, þ.e. aukið blóðmagn, legvatn, stærra leg, stærri brjóst og auka fituforða.

Fóstrið hreyfir sig mikið fer í kollhnís og virðist vera hvað fjörugast einmitt þegar þú slakar á. Innra eyrað er nú á stærð við innra eyra fullorðinnar manneskju.  Nú eru komnar augabrúnir og hár á höfuðið.  Lungun eru byrjum að framleiða efni sem heitir „surfactant“ en það er er efni sem er nauðsynlegt til að lungun geti starfað eðilega.  Fóstið vegur um 460 grömm og lengd frá höfði að rófubeini er um 19 sm.

jamm svo mörg voru þau orð.  spörkin eru nú aðeins farin að koma, ég finn svolítið fyrir þeim núna snemma á morgnanna og seint á kvöldin, aðallega þegar ég er komin upp í rúm. frekar gaman 🙂 í fyrradag fór ég að finna fyrir svolitlum verkjum, sem ég endaði á að spyrja ljósmóðurina mína út í. eftir langorðar lýsingar á fyrirbærinu greip hún framm í fyrir mér og sagði " ætli þetta séu ekki  bara það sem við köllum togverki"  og þar með var það alveg ljóst. orðið " togverkir" lýsir þessum verkjum nákvæmlega. meðöðrum orðum bara vaxtaverkir, ekkert við því að gera nema hugsanlega vera í einhverju sem styður vel við bumbuna þegar ég stned lengi eða geng mikið. gaman að því

Páskarnir voru fínir, vði byrjuðum helgina á að kíkja í ammli til afa gamla á Selfossi, þar hitti ég fjölskyldumeðlimi sem ég hafði suma hverja ekki hitt í 7 ár. þar af fjögur ný börn.  það var fínt, alltaf gaman að hitta fólk sem maður hefur ekki hitt lengi og heyra hvað það hefur verið að gera af sér á meðan 🙂  um kvöldið drifum við okkur svo austur á Klaustur þar sem Haukur ( pabbi Fjalars) bauð okkur út að borða á Hótelinu. þar fengum við hinn fínasta mat og góða kvöldstund, þrátt fyrir frekar lágt hitastig.

Föstudagurinn fór svo í kaffiboð hjá ömmu hans Fjalars og Elínu frænku hans auk þess sem við litum inn hjá hinum og þessum öðrum ættingjum í leiðinni. um kvöldið komu Þær amma og Elín svo í mat í sumarbústaðinn til okkar.  Allt saman mjög hefðbundi páskastöff.  

Laugardaguinn rann upp skýr og fagur og hafði í för með sér fjallaferð. Þ.e Fjalar, Hrefna og Haukur fóru á fjöll, ég treysti mér eiginlega ekki til að sitja í tíu tíma í hossandi bíl og skellti mér því á undan Fjalari til víkur.  í Vík voru menni í óða önn að vakna eftir partí gærkvöldsinns, og ástandið á heimilinu ekki upp á marga fiska. efri hæðin full af Laugvetningum sem komu austur til að djamma með Guðna bróður, en hann átti einmitt ammli á laugardaginn ( 15 apríl). Um kvöldið stóð mikið til. Þar sem Guðni átti ammli varð að halda upp á það að asjálfsögðu. Það vildi svo skemmtilega tli að bróðir hennar mömmu er sjómaður og gefur okkur stundum humar. hann hefur reyndar gert svolítið mikið af því undanfarið og nú var svo komið að frystirinn hjá múttu var orðinn yfirfullur af humar….eruði búin að fatta hvernig þessi saga endar??? það var semsagt mega humarveisla um kveldið og allir átu mjög svo yfir sig, og sumir bruggðust jafnvel reiðir við þegar í ljós kom að það var eftirréttur ( ekki ég samt, ég fúlsa aldrei við eftirrétti:) ) kvöldið endaði svo á mikilli spilamennsku ( catan-ég vann)  og enn meiri áfengisdrikkju

Sunnudagur: Páskadagur, frekar klassískt allt saman, páskaegg um morguninn, göngutúr í góða veðrinu, heimsóttum Guðrúnu og Steinar þar sem þau voru að byggja pall fyirr utan hjá sér og meðöll börnin í götunn ihoppandi á trampolíninu hjá sér 🙂  svo kíktum við á Einsa og Söndru þar sem þau voru að taka eldhúsið hjá sér í gegn. um kvöldið var svo matur hjá Ömmu. allt saman ljómandi gott. Kvöldið endaði svo í einni alsherjar sófaklessu. Einsi og Sandra björguðu okkur frá bráðum sófadauða með því að koma í heimsókn og við gátum setið og kjaftað langt fram yfir háttaíma.

þessa dagana er frekar brjálað að gera hjá mér, þar sem ég er í því eins mikið og ég treysti mér til að hjálpa Pabba og Auði við að koma sýningunni þeirra á koppinn. sýningin heitir sumar 2006 og er haldin í laugardalshöll um helgina ef einvherjum vantar afþreygingu um helgina. hún verður rosalega flott og fullt af fínum skemmtiatriðum og svona. og svo verð ég þar náttla :).

vell verð að þjóta. skyldan kallar