SKRAPP Í SMÁSTUND…

…KEM EKKI AFTUR

Þrjár nýlegar júní 22, 2008

Filed under: Uncategorized — aslapals @ 2:58 e.h.

jæja þá ætla ég að reyna þetta aftur… ég er ekki alveg búin að finna út hvernig er best að setja inn þessar myndir en þetta gæti virkað. hérna eru nokkrar nýjar síður sem ég er búin að vera að gera undanfanrna daga.

 123...5...89!!

þessi heitir 123…5…89! og journalið er: þú byrjaðir að læra tölur um 22 mánaða. það vantaði að vísu nokkrar inn í en þær komu fljótt.  pp og feltið er frá Fancy pants, thickers stafirnir eru frá American crafts. svo er ég með smá cardstock frá bazzil.  myndin var tekin  fyrir utan Brydebúð í vík

myndavélarbros

Þessi heitir myndavélarbros. Journalið er : það var svo gaman þegar þú fattaðir að brosa þegar ég tók myndir af þér. þó brosið væri stundum svolítið skrítið.

pp. basic grey og kaisercrafts. scallopið er bazzil, blómin er prima,  splittin eru basic grey, journlaing stimpillinn er frá Fancy pants, thickers stafirnir eru frá American Crafts og fiðrildavængirnir eru grungeboard

sofðu unga ástin m�n

Þessi heitir Sofðu unga Ástin mín. Journalið er: það var ekki oft sem ég fékk að kúra með þi, þú varst aldrei mikið fyirr það. ég vildi helst alltafr vera að knúsa þig  og greip hvert tækifæri til þess. þegar þessi mynd var tekin varst þú lasinn og þá fékk mamma að knúsa strákinn sinn.  

pp: Baic Grey, chipboard ramminn er frá Fancy Pants, cb. stafir frá bazzil,  splitti frá queen &co. fiðrilda rub on frá Hambl, journaling tag frá K & company

 

þá er þetta komið gott í bili.. endilega kommentið hjá mér elskurnar mínar

Ása

 

ENDURNÝJUN LÍFDAGA maí 30, 2008

Filed under: Uncategorized — aslapals @ 11:47 e.h.

jæja ég er komin aftur.

ég ætla að gera tilraun til að blogga hérna svona af og til. þetta blogg verður aðallega ætlað til að birta myndi af mínu ástkæra “ skrappi“.  en núna eru um 2 ár síðan ég féll fyrir þessu skemmtilega föndri sem er einskonar minningaalbúmagerð.´sérstaklega skemmtilegt!!!

hérna mun ég deila myndum af því sem ég er að fást við hverju sinni og ef til vill slæðist með einher texti um daglegt líf mitt sem er náttla ótrúlega spennandi 🙂

Ása hin upprisna

 

Testing-testing!

Filed under: Uncategorized — aslapals @ 11:11 e.h.

Fyrsta heimsóknin

 

mamma september 1, 2006

Filed under: Uncategorized — aslapals @ 12:27 e.h.

jamm þá er maður bara orðin mamma 🙂

og núna er öll geðvonska farin lönd og leið og lífið er gott aftur. Við lilli lágum nú frekar lengi á spítala og það var nú ekki mjög skemmtilegt. En það slapp allt saman, allir voru voðalega góðir við okkur og svo er það nú einu sinni þannig að þegar maður á svona litla strákamús þá þolir maður talsvert meiri leiðindi 🙂  það var nú samt voðalega gott að komast heim í rólegheitin.

Mamma er hjá okkur að hjálpa okkur að læra á þennan nýjasta fjölskyldumeðlim, það hefur verið ómetanleg hjálp en nú fer hún að fara aftur austur og sinni köllunum sínum svo nú er að duga eða drepast. Annars hefur allt gengið svo vel að ég er ekki nema í meðallagi áhyggjufull yfir því.  Lilli sefur vel og nærist vel, það er nú eiginlega það eina sem ég fer framm á á þessu stigi málsins 🙂

ég er sjálf öll að koma til eftir spítlalaleguna. ég missti svolítið mikið blóð og er því svolítið eftir mig, en ég fékk samt blóðgjöf áður en ég fór heim svo ég verði nú fljótari að jafna mig. í dag fór ég út úr húsi í fyrsta skipti síðan fyirr rétt um viku síðan.  það var nú ekki langt ferðalag, skrapp í apótekið og búðina til að kaupa nokkrar nauðsynjavörur 🙂 ég var í burtu í kanski 40 mínútur en var alveg búin á því þegar ég kom heim aftur…. þetta á eftir að taka tíma 🙂

ég minni á síðuna hans Lilla þar sem við reynu að senda inn myndir reglulega.

mútta

 

40 .vikur ágúst 24, 2006

Filed under: Uncategorized — aslapals @ 5:15 e.h.

can I get a Hallelujah!!!!

 nei?? ekki?? gæti það kanski verið vegna þess að upp er runninn stóri dagurinn og ekkert er að gerast??…. jamm ég held það.  þetta er frekar skrýtið. Ég vakanaði í morgun  og fattaði ekki að fyrr en um hálftíma seinna að þetta er actually dagurinn sem ég er búin að telja niður að síðan í mars og núna er hann allt í einu runnin upp eins og ekkert sé og það er ekkert merkilegt við hann lengur. er það fucked up?? jamm ég held það.

allavega… ég er búin að vera eins og jójó inn og út af meðgöngudeildinni alveg síðan ég skrifaði síðast.  á Mánudaginn fór ég í skólann og var þar þangað til klukkan tvö. þá skellti ég mér grunlaus í mæðraskoðun, þar sem í ljós kom að ég er komin með blóðþrýstinginn upp úr öllu valdi og tvo plúsa af eggjahvítu í þvagi… fyrir þá sem ekki vita hvað það þýðir þá er það svokölluð meðgöngueitrun og er ekki mjög sniðug. Svo lósan mín sendi mig með þessa líka fínu beiðni og eitt stykki panic attack niður á spítala. þar var ég sett í mónítor og allskyns mælingar og fjör, svo var ákvðeið að senda mig heim aftur… sem betur fer… ef það er eitthvað leiðinlegra en að láta sér leiðast allann daginn þá er það að láta sér leiðast allann daginn á spítala.

eníveis…. ég mátti ekki fara meira í skólann svo ég lá bara í sófanum heima hjá mér allann þriðjudaginn… það var rosa gaman bæ ðö vei.  svo rann upp miðvikudagur. þá hófst sami sirkusinn aftur. mæðraskoðun-meðgöngudeild-heim aftur. nema hvað í þessari skoðun kom fæðingarlæknir og hreyfði eitthvað við belgjunum þannig að hugsanlega fari eithtvað af stað. það virkar ekki bæ ðö vei, svo núna er mér bara ennþá meira illt :):):) svo á ég að mæta aftur á morgun í meira stuð! góðu fréttirnar eru samt þær að þá að setja mig af stað á mánudaginn þ.e ef ekkert verður farið að gerast þá…

samdrættirnir eru að gera mig geðveika! ég er viss um að ég get höndlað fæðinguna því allt sem mun eiga sér stað þá mun allavega hafa einhvern tilgang. núna er mér bara illt og það hefur engann tilgang what so ever!!!

Allir sem eru nógu hugaðir til að heimsækja þessa geðvondu konu eru velkomnir…. þ.e ef ég verð ekki lokuð inni á spítala á morgun. OH JOY!!!!

 

39 vikur og 4 dagar ágúst 21, 2006

Filed under: Uncategorized — aslapals @ 9:21 f.h.

úff… er þetta ekki bara komið gott??? anyone???

er ekki að meika þetta mikið lengur. síðan síðast er ekki mikið búið að gerast nema hvað lilli ætlar bara ekki að hætta að stækka og er í þessum töluðum að gera tilraun til að rífa gat á húðina á mallanum á mömmu sinni og komast út þar… það gengur ágætlega hjá honum

þetta var ágætis helgi miðað við aldur og fyrri störf… f

östudagur: grillveisla í hönnun, nokkrir gamlir lundar  þar á ferð alltaf gamana að hitta þá, svo skelltum við okkur á rossopomdoro og hittum fleyri gamla lunda.

Laugardagur:  hittum Elvu, Reyni og Freydísi Eddu í Grasagarðinum, sátum á kaffi flóru og spjölluðum um daginn og veginn. Mamma, Tryggvi og Ástþór komu í bæinní tilefni menningarnætur, en auma ólétta komnan var búin mðe orkuskammtinn sinn fyrir daginn þannig að ég treysti mér ekki til að hitta þau niðri í bæ. svo við borðuðum bara tvö heima og biðum svo eftir að þau kæmu heim til að gista hjáokkur.

Sunnudagur: gott að byrja daginn á að skríða framm úr bælinu eftir andvöunótt og reyna að vera hress við gestina sína. það var gott að þau voru hérna samt því mútta dróg mig út úr húsi og við fórum á búðarráp og á kaffihús og svona. svo elduðum við saman um kveldið áur en þau héldu heim á leið.

í dag er dagurinn sem allir hafa beðið eftir… eða ekki. í dag byrjar skólinn aftur og ég er í svaka formi fyrir hann…eða ekki.

allavega….. note to self: ekki blogga þegar þú ert svona grumpy!

ljósmóðir .is segir:

Vika 40

Þetta er vikan sem allir hafa beðið eftir!  Í lok þessarar viku ertu „á tíma“!  Það er samt ekki þar með sagt að þessi tími henti barninu þínu enda er þetta bara meðatals tími og í raun mjög ólíklegt að barnið komi akkúrat í heiminn á „settum degi“!

Barnið er kringluleitara og feitara og í sjálfu sér tilbúið að fæðast.  Nú er það 200 sinnum þyngra en það var á 12. viku.  Strákar eru oft stærri en stelpur.  Barnið vegur nú um 3,5 kíló og lengd frá höfði að rófubeini er um 35 sm.
ég er farin í skólann…. jei!

 

38 vikur 5 dagar ágúst 15, 2006

Filed under: Uncategorized — aslapals @ 12:51 e.h.

that´s right…. still no baby!

ef einhver getur sagt mér hvaðan þetta qoute kemur, hver sagði það og undir hvaða kringumstæðum þá fær sá hinn sami að vera uppáhalds frænka eða frændi lilla í hálft ár í verðlaun 🙂

það er allt of gott veður í dag, því ég meika ekki að fara út úr húsi. við lilli ætlum bara að sitja inni og gera ekkert eða “ hvíla okkur“  sem eru svo vinsæl ráð til okkar þessa dagana. alveg þangað til hann hunskast í heiminn. sem ég uppgötvaði mér til skelfingar í gær að getur alveg orðið næstum heill mánuður í viðbót…. ef það gerist þá heimsækiði mig á klepp en ekki fæðingardeildina.

Guðný frænka mín eignaðist litla stelpu á fimmtudaginn.  ég óska henni, Stefáni og Kristófer Erni til hamingju með fjölgunina í fjölskyldunni. samt sem áður finnst mér ég svolítið svikin. vegna þess að við ætluðum að eiga á sama tíma og núna finnst ekkert nema sanngjarnt að ég fái bara að klára þetta líka… semsagt föðurlandssvik! 

hvern hefði grunað að það væri svona leiðinlegt að hvíla sig í marga daga í röð??? en það er ekki um annað að ræða því í hvert sinn sem ég ákveð að hvíla mig ekki þann daginn þá hefnist mér brútallí fyrir það næst dag, svo allavega annan hvern dag neyðist ég til að sitja kyrr… í dag er sá dagur 😦

það er svosem ekkert að frétta í óléttumálum, núorðið er ég með stöðuga fyrirvaraverki og kúlan er nánast alltaf grjóthörð… hef áhyggjur af því að þetta eigi bara svona smám saman eftir að þrósast yfir í hríðir svo hægt að ég taki ekki efitr því. hvers vegna eru ekki allir hlutir eins einfaldir og í bíómyndunum?? af hverju getur maður ekki bar amisst vatnið með látum ( helst á einvherjum dramatískum stað, eins og í kringlunni eða á rómó veitingahúsi eða eitthvað) og þá fer það ekkert á milli mália að núna er þetta að byrja!!  urg… þoli ekki svona vafamál…. en mér er sagt að það fari ekkert framhjá manni þegar hríðirnar byrja svo ég bara bíð sallaróleg og bít á jaxlinn í gegnum fyrirvaraverkina eins og þeir leggja sig JEI!

mórall þessa pistils er: veriði hamingjusöm! 🙂

ps: nýjar bumbumyndir á síðunni hans lilla www.barnanet.is/l

 

38 vikur ágúst 10, 2006

Filed under: Uncategorized — aslapals @ 12:30 e.h.

halló halló dyggu lesendur, og aðrar endur sem hafa villst hérna inn fyrir tilviljun 🙂 🙂

já við lilli erum ofsa kát þessa dagana… þó meira hann heldur en ég. í mæðraksoðun í gær kom það í ljós að blóðþrýstingurinn fer hratt hækkandi hjá mér… hann er samt ekkiert hár, bar hærri en ég er vön. svo ég var send niður á meðgöngudeild í mónítor í morgun…  sem varð til þess að ég tók stresskast aldarinnar eins og mér einni er lagið, var farin að sjá fyrir með endalausar hörmungar og ómöguleg heit, var orðin alveg viss umað ég væri komin með meðgöngueitrun og yrði sett af stað á stundinni, eða með svo háan blóðþrýsting að ég yrði lögð inn á meðgöngudeildina… gekk meira að segja svo langt að finna til allt sem ég ætla að taka með mér á fæðingardeildina þegar þar að kemur ef ske kynni að ég fengi ekki að fara heim aftur

það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að þetta var allt saman eintóm móðursýki í mér, það er allt í fínu lagi með lilla, og ég er bara frekar stálslegin miðað við aldur og fyrri störf ( eða eftir atvikum eins og þeir segja í fréttunum) svo ég var bara send öfug út aftur og sagt að fara heim og hvíla mig.

 hvað er málið með það?? af hverju er svona erfitt að hvíla sig þegar maður á að gera það?? það er ekkert mál þegar maður á að vera að gera eitthvað annað!!  ég er allavega búin að hemja mig um að þrífa alla íbúðina hátt og lágt, þó þess þurfi virkilega, er samt að hugsa um að þjösnast í að taka svona eitt herbergi í einu næstu dagana…

það er næstum allt tilbúið fyrir komu lilla á hiemilið. við eigum reyndar eftir að fá vögguna að austan, og kaupa barnavagn og bílstól. en við erum nú búin að skoða úrvalið í verslunum bæjarins voða vel og erumeiginlega komin að niðurstöðu… þetta er bara orðin spurning um að drífa í því. í gær gerðist svo sá merki hlutur að ég kláraði að prjóna teppið hans lilla sem er búið að vera á prjónunum síðan í febrúar… ekki slæmur árangur það, og núna er ég bara að prjóna peysu á hann við heimferðargallann sem er meira að segja líka tilbúinn….. og horfa á desperate houswifes í um það bil 179. skipti.

Guðný frænka mín sem var búin að lofa mér að vera memm á fæðingardeildinni ( er sett 3 dögum á undan mér) sveik mig í morgun, er komin af stað og nú bíð ég eftir fréttum af því. þetta verður geymt en ekki gleymt Guðný!! 🙂

 að lokum: ljósmóðir.is með fræðslupistil

ath að er hugsanlegt að einhverjum finnist þetta ógeðfelda lýsingar og þess vegna ætla ég að passa mig að hneiksla engann og segja að þetta sé ekki fyrir viðkvæma, ( mér finnst samt alls ekkert að þessu, en maður veit aldrei)

Leghálsinn gæti verið farinn að mýkjast, styttast og þannig að undirbúa sig fyrir að opnast.  Slímtappinn gæti einnig farið hvenær sem er en það getur verið merki um að fæðingin verði á næstu dögum en jafnvel fyrr.  Þú gætir fundið meira fyrir samdráttum í leginu (kúlan harðnar) en einnig gætir þú fundið fyrirvaraverki.  Samdrættir lýsa sér þannig að kúlan verður hörð án þess að konan verði vör við verki.  Fyrirvaraverkir eru samdrættir ásamt verkjum sem koma óreglulega og standa oft stutt yfir.  Verkirnir eru ekki óbærilegir en óþægilegir.  Fyrirvaraverkir hætta oft við hvíld.  Það er talið að fyrirvaraverkir geri gagn því þeir undirbúa leghálsinn með því að mýkja hann.  Fyrirvaraverkir eru algengari hjá konum sem fætt hafa áður.  Byrjandi fæðing lýsir sér með samdráttum ásamt verkjum, oft kallað hríðir eða fæðingarhríðir.  Hríðirnar koma reglulega, lagast ekki í hvíld og aukast smám saman, styttra verður á milli þeirra og hver hríð varir lengur.  Legvatn getur farið í byrjun fæðingar án þess að hríðir komi strax í kjölfarið en algengara er að legvatn fari í lok útvíkkunartímabils.

Kynfæri barnsins eru óvenju stór en það er vegna áhrifa frá þeim hormónum sem þú framleiðir.  Þetta jafnar sig nokkrum dögum eftir fæðingu.  Nú hægir aðeins á þyngdaraukningu barnsins og undirbúningur fyrir fæðinguna hefst af fullum krafti.  Barnið vegur nú um 3.2 kíló og lengd frá höfði að rófubeini er um 34 sm.

minni á síðuna hans lilla http://www.barnanet.is/l

 

37.vikur 3 dagar ágúst 6, 2006

Filed under: Uncategorized — aslapals @ 4:09 e.h.

jæja þá er komið að því… búið er að opna Barnanets síðu fyrir lilla. bara svo það sé á hreinu þá verður bloggið mitt áfram hérna og lilli mun ekki blogga í fyrstu persónu á barnanetssíðunni sinni, um það hvað mamma hans sé þreytt og pabbi hans ómögulegur eða eittvhað í þeim dúr… nei þetta verður nú aðallega notað undir myndir og nú þegar eru nokkrar slíka af móðurinni með bumbuna mismikið út í loftið komnar þar inn.  svo ef ykkur langar að kíkja á herlega heitin þá er þau að finna á www.barnanet.is/l

þess má til gamans geta að ef Lilli fæddist í dag þá mundi hann ekki vera talinn fyrirburi af hinu opinbera… sem segir manni í rauninni bara það að það má búast við honum hvenær sem er… JÆKS!  það er eins gott að fara að koma einhverju í verk sem þarf að vera búið að gera þegar hann mætir á svæðið….

skelltum okkur í húsdýragarðinn í gær í svakastemningu á stuðmannatónleika/ pikk nikk. mættum með útilegu stóla, heitt kakó á brúsa, nýbakaða snúða og alles, að ógleymdu ullarteppi og regnslá. það var svaka stuð, alveg eins og maður hefði bara skellt sér á útihátíð og samt sofið í sínu eigins rúmi… snilld.

vell verð að þjóta… hafiði það nú gott elskurnar mínar… og ekki gleyma að kommenta 🙂

 

36. vikur og 6 dagar ágúst 2, 2006

Filed under: Uncategorized — aslapals @ 2:30 e.h.

jæja já nú er heldur betur farið að styttast í þessu hjá okkur Lilla. bara þrjár vikur eftir ! JÆKS!!!! húsmóðirin er aðeins farin að panikka yfir því hvað gerist svo?!?!?  ekki alveg klár á því að ég sé tilbúin í það að halda annari manneskju á lífi sem er algj0rlega háð mér um að komast af…. ekki fyrir viðkvæma 😉  annars er ég orðin svo þreytt á þessu öllu saman að ég get bara ekki beðið lengur eftrir þessu, þetta er hluti af “ nature´s clever plan“  þ.e. þegar meður er búinn að ganga með í tæpa 9 mánuði langar manni svo mikið að þessu fari að ljúka að maður má ekkert vera að því að hugsa um það hvort maður sé tilbúin í móðurhlutverkið….

ég var í skoðun í morgun og mældist þá með hækkandi blóðþrýsting í fyrsta skiptið á meðgöngunni svo ég á að mæta aftur eftir 2 daga og láta mæla hann aftur… það er víst ekki mælt með of háum blóðþrýstingi á meðgöngunni 🙂 svo það þarf að fylgjast voða vel með þessu öllu saman.  grindargliðnunin gamalkunna er á fullu swingi núna auk þess sem ég hef fengið stórskemtlegan óvæntann glaðning, nefnilega fullt af bjúg á afæturnar… svaka stuð. svo núna langar mig eiginlega ekkert að gera nema liggja uppi í rúmi og vorkenna mér… myndi örugglega gera það allann daginn ef ég hefði ekki Fjalar til að hvetja mig til dáða…

sumarfríiið okkar hefur verið mjög gott, við erum búin að vera talsvert fyrir austann, í afslöppun og djammi til skiptis, svo erum við líka búin að gera helling af okkur hérna innan dyra, hreiðrið fer alveg að verða tilbúið fyrir komu ungans í það 🙂  en núna höfum við sagt ferðalögum lokið í bili, og við er tekin hin heilaga afslöppun, eða eitthvað í þá áttina allavega. Verslunnarmannahelgin verður söguleg að þessu sinni því þetta verður í fyrsta sinn sem ég eyði henni í höfuðborginni, stefnt er á að kúra yfir sjónvarpinu alla helgin… sánds læk fön? 

allavega… hér er pistill vikunnar frá ljósmóður.is

Þú hefur líklega mikla þörf fyrir að vera í hreiðurgerð!  Margar konur finna hjá sér þörf fyrir að vera að þrífa allt hátt og lágt.  Passaðu þig bara á því að vera ekki að standa upp á stól eða tröppu alveg sama hversu mikið ryk þér finnst vera þarna uppi.  Mundu að það er mikilvægt að hvíla þig vel og að létt hreyfing s.s. stuttar gönguferðir eru af hinu góða.

Þegar þessi vika hefst er barnið fullburða þ.e.a.s. fullþroskað.  Fósturhárin eru að mestu leyti dottin af en fósturfitan er ennþá til staðar.  U.þ.b. 14 grömm af fósturfitu tapast nú á hverjum degi.  Í ristli barnsins er heilmikið af fósturhægðum.  Barnið vegur nú um 2,9 kíló og lengd frá höfði að rófubeini er um 33 sm.

 þessi mynd sem ég setti inn hérna síðast var greinilega alger byrjendaheppni… svo það verða engar meiri myndir hérna 😦  en ég er að vinna í því að koma mér upp myndasíðu einhverstaðar online svo það gæti verið að heppnin verði með mér þar… stay tuned